Kristín Maríella Friðjónsdóttir

Ég heiti Kristín Maríella og hef ástríðu fyrir því að lesa um, hugsa um, skrifa um og tala um allt sem viðkemur RIE®, eða Virðingarríku Tengslauppeldi (Respectful Parenting)

Ég heiti Kristín Maríella og hef ástríðu fyrir því að lesa um, hugsa um, skrifa um og tala um allt sem viðkemur RIE®, eða Virðingarríku Tengslauppeldi (oft þekkt sem Respectful Parenting)

Ég á tvö börn undir 4 ára, bý í hitabeltisborginni Singapúr, er menntaður fiðluleikari og annar stofnandi skartgripamerkisins Twin Within. Ég er hvatvís “do-er” sem lætur hrifnæmi og tilfinningar ráða ferðinni, ef eitthvað heillar mig þá á það hug minn allann og þannig var það einmitt með RIE®.

Sumarið 2014, þegar dóttir mín er um 6 mánaða þá kynnist ég hugmyndafræði RIE® og tengi strax gríðarlega sterkt við það sem nálgunin stendur fyrir, því meira sem ég las því hrifnari varð ég. Þegar ég sá síðan þau gríðarlega jákvæðu áhrif virðingaríks tengslauppeldis á dóttur mína, sjálfan mig og heimilið allt þá var ekki aftur snúið.

Fyrir mér er RIE® nálgunin einfaldlega töfrar, aðferðafræðin sjálf virkar eins og töfrar, hamingjustuðull heimilisins fer upp í töfrandi hæðir og hugafarsbreytingin sem á sér stað þegar við tileinkum okkur virðingarríkt tengslauppeldi gerir það að verkum að við byrjum að sjá börn og hlutverk þeirra í nýju ljósi og koma auga á áður hulda töfra barnanna okkar.

Markmið mitt er að hjálpa foreldrum að byggja upp heilbrigt samband við börnin sín, samband sem bæði foreldrar og börn geta notið af einlægni, samband sem einkennist af virðingu, trausti og tengslum.

Gerum minna, slökum á, fylgjumst með og njótum barnanna okkar akkúrat eins og þau eru, akkúrat í dag

Bakgrunnur

Kristín Maríella lærði klassískan fiðlu- og víóluleik í Boyer School of Music and Dance við Temple University í Bandaríkjunum. Fljótlega eftir nám stofnaði hún með systur sinni Áslaugu Írisi Katrínu skartgripamerkið Twin Within systur ásamt því að vinna sem víóluleikari. Eftir að Kristín flutti með fjölskyldu sinni til Singapúr öðlaðist hún doula-réttindi (fæðingarhjálp) og stofnaði fljótlega stuðningshópinn “Mæðra Tips” á facebook og byrjaði að miðla regluglega hugleiðingum og pistlum um fæðingarferlið og uppeldi í gegnum samfélagsmiðla.

Kristín hefur í mörg ár unnið sem fiðlukennari ungra barna og stofnaði tónlistar og danstíma fyrir ung börn (0-3 ára) Moving Music með samstarfskonu sinni Kristínu Björgu sem er er menntaður iðjuþjálfi og dans-þerapisti.

Árið 2016 sótti Kristín 3 Respectful Parenting námskeið í Singapúr, 2 þeirra hjá RIE® associate Elsu Chahin, forseta Pikler Institude í Búdapest. En í lok árs 2017 kláraði Kristín Professional Development RIE foundations kúrs undir handleiðslu Ruth-Anne Hammond, fyrrverandi forseta RIE Institude en Ruth-Anne er nú mentorinn hennar Kristínar.

———

Ég fjalla um allt sem viðkemur RIE á snapchat og instagram reikningum mínum, endilega fylgist með þar til að fræðast meira og fá innsýn inní RIE-skotinn hversdagsleika