Lykillinn að friðsælum matmálstímum

Við foreldrar getum verið viss um að við eigum það öll sameiginlegt; við viljum að börnin okkar séu heilbrigð. Þess vegna eigum við flest það líka sameiginlegt að hafa stundum áhyggjur af því hvað, hvort, hvenær eða hvernig börnin okkar borða.

Þar sem heilsa barnanna okkar er okkur flestum mikið hjartans mál geta hinar ýmsu hegðanir þeirra í kringum mat virkað á okkur sem ,,kveikja” að allskonar tilfinningum (triggers). Við upplifum stress, kvíða, jafnvel reiði. Hugur okkur fyllist af allskonar kvíðatengdum hugsunum.

,,Barnið mitt borðar ekki nógu hollan mat”. ,,Er barnið mitt orðið matvant?”. ,,Ef það smakkar ekki matinn sinn þá mun það aldrei læra að meta ólíkar matartegundir”. ,,Það er að ganga á lagið, það má ekki komast upp með það að borða ekki neitt!” – Næringarskortur, frekja, óþekkt… tengið þið við þessar hugsanir?

Ýmiskonar hegðun sem börnin okkar sýna af sér geta ,,triggerað” okkur á ýmsan hátt og þá flæða yfirleitt allskonar ósjálfráð viðbrögð upp á yfirborðið. Þessi ósjálfráðu viðbrögð eiga oftast rætur að rekja til þeirra viðbragða sem við fengum frá okkar eigin foreldrum við samskonar hegðun. Og þar hefst hringavitleysan; í allskonar aðstæðum setjum við ómeðvitað sömu reglur og okkur voru settar, sýnum viðbrögð sem okkur voru sýnd, upplifum jafnvel sömu tilfinningar og foreldrar okkar fundu fyrir í sömu aðstæðum, allt án þess að átta okkur einu sinni á því:

,,Kláraðu matinn þinn”.

,,Þú verður að smakka allt sem er á borðinu”.

,,Einn bita af öllu”.

,,Þú ferð ekki frá borðinu fyrr en þú klárar matinn þinn”.

,,Hættu þessari óþekkt!”.

Svo ekki sé minnst á stoltið sem við upplifum þegar barnið okkar nartar í grænkálið eða borðar fiskinn sinn.

,,Vá! Þú ert svo dugleg að borða!! Húrra!”.

(Náði ég ekki örugglega mynd af barninu með brokkolí í munninum?? Beint á Instagram með þessa, barnið mitt borðar sko grænmeti!).

 

Neikvæðar upplifanir í kringum mat

Ég á neikvæðar minningar úr æsku í sambandi við mat og ég veit að mörg ykkar geta rifjað upp svipaðar minningar.

Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar ég var pínd til að drekka mjólk í leikskólanum. Það var blátt kusk í mjólkinni minni og ég vildi ekki drekka hana. Fóstran trúði mér líklega ekki, tók þessu eflaust sem óþekkt, og þvingaði mig til að drekka mjólkina. Ég kastaði upp og hef aldrei drukkið mjólkurglas síðan.

Í Virðingarríku Tengslauppeldi spyrjum við okkur reglulega að því hvert loka-markmiðið sé í sambandi við hegðanir barnanna okkar. Hvert er eiginlega markmiðið þegar kemur að mat barnanna okkar? Hvert er ,,loka-markmiðið”?

Er það ekki að barnið eigi í heilbrigðu sambandi við mat? Að barnið sé í góðri tengingu við skilaboð líkama síns? Að matur og matmálstímar séu eitthvað sem á að njóta?

 

Að setja mörk

Þegar kemur að því að setja mörk flokkum við hegðanir í tvo ,,flokka”. Annars vegar eru það ,,óumsemjanleg atriði” (non-negotiables) sem við setjum alltaf mörk í kringum. Hins vegar eru það svo þær hegðanir sem við ,,getum ekki stjórnað”, eigum ekki að reyna að stjórna og eigum að forðast spennu eða ágreining í kringum. Matur fellur undir síðari flokkinn.

En af hverju fellur matur undir síðari flokkinn – yfir það sem við getum ekki stjórnað?

Það er einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að pína einstakling til að borða. Það er eitthvað miður sem þarf að eiga sér stað til að geta pínt einstakling til að borða mat. Önnur ástæða fyrir því að matarinntaka fellur undir seinni flokkinn er að það er ekki hægt að fylgja eftir mörkunum sem eru sett með það að markmiði að fá barn til að borða. Við getum ekki sagt ,,ég ætla ekki að leyfa þér… að borða ekki matinn þinn”. Hvernig ætlum við ekki að leyfa það? Hvernig fylgjum við þeim mörkum eftir?

Einu leiðirnar sem við höfum til þess að stjórna einhverju sem við getum ekki stjórnað er með því að reyna að hafa áhrif á barnið (manipulation). Við pressum, pínum, hótum, ljúgum, búum til leiki, spinnum sögur eða spilum út ,,samviskubits-spjaldinu” og biðjum barn um að hlýða okkur (í þessu tilviki borða matinn sinn) því annars verðum við sorgmædd, leið, sár eða hrædd.

Það kemur kannski ekki á óvart að þetta eru allt leiðir sem við viljum forðast í Virðingarríku Tengslauppeldi. Ekki bara vegna þess að með þessum aðferðum hjálpum við barninu ekki að þróa með sér heilbrigt samband við mat heldur einnig vegna þess að þessar aðferðir hafa þveröfug áhrif!

Þegar barn finnur fyrir pressu eða að við séum óbeint að reyna að stýra þeim eða stjórna þá er miklu líklegra að barnið fari í mótþróa. Börn eru næm og þau finna á sér þegar við erum að reyna að fá þau til að gera eitthvað.

,,Mmmm.. Mér finnst brokkolí svo gott! Það er sko uppáhalds maturinn minn í öllum heiminum! Viltu ekki smakka? Opna munninn, koma svo,, namminamm!”

 

En hvað getum við þá gert til að fá barn til að borða?

Stutta svarið við því er einfaldlega ekkert. Við eigum einmitt að hætta að ,,fá börn til þess að borða”. Ef við einblínum á það og ætlum að taka ábyrgð á matarinntöku barns málum við okkur fljótt út í horn.

Barn á að fá að ráða sjálft hvort það borði ekkert, lítið eða mikið.

Þetta þýðir samt ekki að við eigum að láta allt eftir börnunum okkar, leyfa þeim að leika lausum hala og taka ábyrgð á sjálfum sér þegar kemur að mat eða matartímum. Nei.

En í stað þess að reyna að stjórna því hvort eða hvað barnið borðar þá byrjum við að einbeita okkur að því að stjórna því sem við getum stjórnað.

 

Hverju getum við stjórnað?

Til að byrja með stjórnum við því hvað er í matinn. Það sem er á borðum er í matinn og ekkert annað er í boði. Ef barnið vill ekki borða neitt sem er á borðinu þá má það ráða því. Á sama tíma reynum við auðvitað að hafa eitthvað fjölskylduvænt á borðum sem allir geta borðað. Ef barnið biður um jógúrt, kex, hafragraut eða samloku þá erum við tilbúin með sömu viðbrögð í hvert skipti: við viðurkennum tilfinninguna, setjum mörkin og höldum síðan mörkunum, sama hver viðbrögð barnsins eru.

,,Ég heyri að þú vilt fá jógúrt, þig langar ekki í kjúkling, alls ekki!”.

,,Þig langar bara í jógúrt, jarðarberjajógúrtið.. ah já, ég veit, þér finnst það svo gott.”

,,Já við eigum jarðarberjajógúrt inni í ísskáp en við ætlum ekki að borða jógúrt núna, það er ekki jógúrt í kvöldmatinn”.

,,Þú vilt alls ekki borða kjúklinginn, ég heyri það, það er allt í lagi”.

,,Þú þarft ekkert að borða kjúklinginn frekar en þú vilt en það er ekkert annað í matinn nema það sem er á borðinu hér”.

 

Að leika sér með matinn sinn

Í Virðingarríku Tengslauppeldi notum við náttúrulegar afleiðingar til þess að fylgja eftir mörkum sem við viljum setja börnunum okkar. Ef barn leikur sér of mikið með matinn sinn, er að sulla eða henda matnum á gólfið þá tökum við því sem merki um að barnið sé búið að borða (og lang oftast er það líka raunin). Þá er hægt að segja eitthvað eins og:

 

,,Ég sé að þú ert að setja matinn ofan í glasið þitt, ég ætla ekki að leyfa þér að leika með matinn”.  ,,Takk fyrir að láta mig vita að þú ert búin að borða” og síðan færum við barnið frá borðinu eða tökum matinn í burtu.

 

Það sama gildir ef barn vill fara frá borðinu, við getum minnt það rólega á að ef það kýs að fara frá borðinu þá sé matartíminn búinn. Ef barnið segist vera búið að borða leyfum við því að fara. Þá er matartíminn búinn hjá barninu og maturinn fjarlægður af borðinu.

Með þessum leiðum getum við í ró en öryggi fylgt eftir mörkum sem RIE býður upp á að setja í kringum matartíma. Mörk sem koma til með að minnka ráp og sleppa sulli við matarborðið.

Að því sögðu verða mörk alltaf að koma frá okkur sjálfum og það er undir okkur komið að ákveða hvaða mörk (ef einhver) við viljum setja í kringum matartíma.

RIE hvetur okkur til að einblína einungis á mörk í sambandi við hluti sem við getum stjórnað og að þau mörk sem við setjum feli í sér að við getum fylgt þeim fljótlega eftir.

 

Nýjar reglur

Eins og með allar nýjar reglur eða breytingu á rútínu barnanna okkar þá skiptir alltaf máli að undirbúa börn undir breytingarnar, það hjálpar þeim að taka nýju reglunum betur og það hjálpar okkur sjálfum að fylgja þeim eftir.

Það er ekki sanngjarnt fyrir barn sem hefur alltaf fengið að fá ristað brauð með osti í kvöldmatinn, sama hvað annað er á borðum, að upplifa skyndilega gjörbreytta rútínu með nýjum reglum sem aldrei hefur verið minnst á áður. Það er uppáskrift á árekstur og mikil mótmæli.

Látum barnið vita hvernig hlutirnir eru að fara að breytast. Segjum því að nú ætlum við að vera með nýja reglu í sambandi við kvöldmatinn; það sé bara í boði að borða matinn sem er á borðum. Þegar við förum frá borðinu sé matartíminn búinn. Ef barnið leiki sér mikið með matinn sé það að láta okkur vita að það sé búið að borða.

Við getum sagt þeim að við vitum að það geti verið erfitt þegar reglurnar breytast og það taki smá tíma að venjast, við skiljum það vel og segjum þeim að við ætlum að vera til staðar fyrir þau og hjálpa þeim ef eitthvað verður erfitt.

Í Virðingarríku Tengslauppeldi reynum við alltaf að koma frá þeim stað að vera ,,með börnunum okkar í liði”. Við skiljum að þau þurfa stundum tíma til að æfa sig og læra á nýjar reglur. Þess vegna er gott að hafa í huga að bjóða barninu til dæmis að ,,prufa aftur” einu sinni þegar við erum að fylgja eftir nýju reglunum. Við erum þá tilbúin að fylgjast með ef leikurinn byrjar fljótt aftur. Ef það gerist þá er barnið búið að staðfesta að það sé búið að borða en stundum þurfa þau bara annan séns til að fá að prufa að vinna með nýjum reglum.

 

Önnur atriði í kringum matartíma og mat:

 

 

Fyrir frekari lestur um mörk í kringum mat og matartíma mæli ég með:

How To Feed Children – Ellyn Satter Institute

Ellyn Satter’s Division in Responsibility in Feeding

Eating Isn’t Ours to Control – How One Parent Replaced Fear With Trust –  Janet Lansbury

Toddler Eating Issues – Janet Lansbury

Secrets To Enjoying Healthy Meals With Our Children – Janet Lansbury

Dodging a Toddler Food Fight – Janet Lansbury

When Toddlers Throw Food (And Other Challenging Mealtimes Mischief) – Janet Lansbury

(Þegar þessi grein er skrifuð eru höfð í h

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *