Pikler Klifurþríhyrningurinn á Íslandi

Í Virðingarríku Tengslauppeldi er lögð rík áhersla á frjálsa náttúrulega hreyfingu barna. Foreldrar eru hvattir til þess að búa börnum sínum til öruggt, nærandi umhverfi þar sem þau fá að æfa hreyfigetu á sem náttúrulegastan hátt og rannsaka opinn efnivið á sínum eigin forsendum.

Klifurþríhyrningurinn er klifurgrind sem börn geta notað á ýmsa vegu allt frá 6 mánaða til 5 ára plús, (Ylfa verður 4 ára í desember og hún fer á fullt þegar hún kemst í þetta tryllitæki). Hönnun þríhyrningsins er byggð út frá rannsóknum Dr. Emmi Pikler sem vann náið með Mögdu Gerber, (upphafskonu RIE) og hefur þríhyrningurinn þess vegna oft verið kenndur við Pikler og rímar beint inn í Respectful Parenting eða Viðringarríkt Tengslauppeldi sem ég fjalla um hér á blogginu. Einnig er Pikler Þríhyrningurinn oft notaður í Montessori og Steiner / Waldorf umhverfi.

Klifurþríhyrningurinn í framleiðslu AGUSTAV

Það hefur verið draumurinn minn að sjá boðið upp á þetta magnaða klifurleikfang hér á landi og er það mér því sönn ánægja að kynna fyrir ykkur íslenska húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækið AGUSTAV sem býður nú á Pikler þríhyrninginn á Íslandi – Jibbí!

AGUSTAV er húsgangahönnunnar- og framleiðslufyrirtæki stofnað 2011 og rekið af Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur.

AGUSTAV hefur vakið athygli um víðan völl fyrir hönnun sína og hugmyndafræði og hefur fengið umfjöllun í tímaritum og fréttamiðlum um allann heim; þar með talið í New York Times, Berlingske Business, Vogue, GQ, Tatler Magazine, BoredPanda.com, Doornob.com ofl.

Klifurþríhyrningurinn sjálfur er í þykkum krossvið. Rimlarnir eru sérrendir á Íslandi úr birki og svo bera þau á þríhyrninginn eiturefnafría olíu vaxblöndu svo óhætt sé fyrir lítil kríli að athafna sig eins og þeim er eðlilegast.
Þríhyrningurinn er samanbrjótanlegur, stærðin á honum er eftir staðlaðri stærð: 72 x 72 cm og verðið er 34.900 kr.
Einnig býður AGUSTAV núna upp á fylgihlut með þríhyrningnum sem er rennibraut/stigi. Rennibrautin er úr þykkum krossvið með beyki listum og kostar 12.000 kr.

Mér finnst svo dýrmætt að það sé loksins kominn kostur fyrir foreldra á Íslandi að eignast þetta margnota og skemmtilega klifurleikfang, alvöru vandað húsgagn sem hefur verið handsmíðað af faglærðum íslenskum húsgangasmiðum. Það er eitthvað við það að geta á sama tíma boðið börnunum sínum upp á svona vandaða vöru sem eflir líkama þeirra og sál og á sama tíma geta stutt við íslenskt handverk! – Alveg fullkomið – Svo gróðursetur AGUSTAV líka tré fyrir hverja selda vöru!

Þríhyrningurinn verður tilbúin til afhendingar í lok september.

Hægt er að kaupa þríhyrninginn hér : AGUSTAV.is

Meira um Pikler Þríhyrninginn:

The Pikler Trinagle is one of the most versatile and useful items for developing motor skills. It provides a safe environment for children to develop all sorts of skills appropriate for their age. By providing challenges for spatial awareness and climbing, the frame supports gross motor development, concentration, self-confidence, autonomy and achievement. Exercising their bodies on this piece of equipment gives children a sense of place of their body in space where they have an opportunity to test, retest and perfect their climbing abilities using their whole body in different ways.”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

(6)