Reynslusögur

Kæra Kristín,

Langaði bara að senda þér smá bréf og þakka þér innilega fyrir að hafa kynnt mann fyrir R.I.E og m.a. Mögdu Gerber og Janet Lansbury. Er nú búin að vera að stúdera þessa uppeldisstefnu í ca. tvo mánuði, hlusta á þig, lesa greinar og hlusta á podcöstin öll og ég er að segja þér það að þetta er að gjörbreyta lífi okkar fjölskyldunnar!

Við eigum eina stelpu sem er þriggja ára síðan í janúar og strák sem er 10 mánaða. Stelpan okkar átti erfitt með að aðlagast nýja barninu og það var ekki fyrr en einmitt þegar ég fór að nota RIE að ég fór að sjá framfarir hjá henni.

Hérna áður var hún oft að reyna að meiða bróður sinn, sló til hans ef hann kom nálægt henni, ýtti honum og gargaði og gjörsamlega þoldi hann ekki. Eftir að ég hætti að skamma hana fyrir þetta (geri það aldrei lengur, eingöngu leiðbeini) og útskýri bara blíðlega að “ég mun ekki leyfa þér að meiða bróður þinn” o.s.frv. þá hefur hún tekið rosalegum framförum og er farin að hjálpa mun meira með hann og hefur allt í einu áhuga á að hjálpa honum ef hann er í vanda, kyssir hann og knúsar stöðugt. Auðvitað koma upp stundir þar sem hún gleymir sér, en þá nota ég bara þessa aðferð og það er sjaldan sem það gengur það langt að ég þurfi að “hjálpa henni að hætta að meiða” og fjarlægja hana. Vandamálin leysast yfirleitt fljótt.

Og bara með alla ágreininga, þeir eru varla til staðar lengur. Hún borðar kvöldmatinn sinn betur, leikur sér betur sjálf, og finn strax að hún er öruggari með sjálfan sig þegar ég er ekki alltaf að hlaupa til að hjálpa henni, heldur færi mig rólega nær, “sé” hvað hún er að vandræðast með, og læt hana kljást við vandann sjálf án þess að panikka. Fékk hana meira að segja til þess að þora loksins að renna sér á róló sem hún hefur aldrei viljað gera. Og það var ekki með að þrýsta á hana heldur bara með því að nota RIE!!

T. d. í gær þegar hún var djúpt sokkin í leik og það var kominn háttatími. Ég gékk til hennar, beið smá, og þegar ég sá að ég væri ekki að trufla leikinn tilkynnti ég að nú væri að koma nótt og nú þurfum við að fara í náttföt. Það kom auðvitað “NEI”!

Ég segi þá, “ég sé að það er mjög gaman að leika við alla nýju kubbana, þú vilt ekki fara að sofa alveg strax, þú mátt leika þér í 5 mín í viðbót. Svo liðu þær mínútur og ég kem aftur og segi það sama með náttfötin. Þá kom aftur “NEI”. Þá nota ég á hana valkosti. “Ég sé að það er mjög skemmtilegt hjá þér í kubbaleiknum. En nú ertu búin að leika í fimm mínútur. Nú þarft þú að fara í náttfötin. Þú ræður hvort þú klæðir þig sjálf eða hvort mamma eigi að hjálpa þér. Hún valdi þá síðari kostinn í þetta skiptið og ekkert mál. Svona er þetta með nánast allt.

Ég útskýri rosa mikið hvað sé að fara að gerast, og ef það koma upp ágreiningar; þá sportcast, sýna skilning, koma með málamiðlun. Og sem síðasta úrlausn, valkostir. “Ég heyri að þú vilt ekki fara í sokka núna, þér finnst rosa gott að vera á táslunum, en nú er svo kalt að ég vil að þu farir í sokka, þú mátt velja hvort þú viljir fara í kisusokkana eða þessa fjólubláu (bara dæmi)

Þetta virkar svo vel á barnið mitt að ég er eiginlega bara ekki að trúa því.

Þessi uppeldisaðferð ætti bara að vera allstaðar! Það ættu allir að vita af þessu og setja þetta bara í lög! Haha

Er núna að prufa aðferðina með að hætta með bleyju. Hún hætti að vilja sjá koppinn eða klósettið þegar bróðir hennar fæddist, gjörsamlega neitaði. Það er farið að þrýsta á mig á leikskólanum og allir að spyrja hvort hún fari ekki að hætta. Ég var stöðugt að þrýsta á hana; þú ert orðin svo stór, stórar stelpur pissa í klósettið, viltu ekki fá svona flottar nærbuxur, oj það er kúkalykt og allt þetta bull. Las svo greinarnar hennar Janet um þetta viðfangsefni og varð mindblown. Ég hef farið svo rangt að!! En það var tekið u-turn og er nú hætt að þrýsta og “dæma”. Spyr hana stundum hvort hún vilji prufa koppinn eða klósettið og ef ég fæ nei þá er það bara gilt svar. Spyr hana oft þegar ég skipti á henni hvort hún vilji nýja bleyju eða nærbuxur. Ekkert að dæma svarið þegar það er bleyja. Tala aldrei lengur um að þetta sé ógeðslegt og vond lykt ofl. Respect. Ég myndi ekki vilja að það væri komið svona fram við mig

Nú eru dúkkarnar hennar allt í einu farnar að nota klósettið í leik þó hún vilji það ekki sjálf en ég tel það vera mikla framför. Verður gaman að sjá hversu langan tíma hún ætlar að taka sér í þetta verkefni.

Þetta er líka bara allt svo gaman! Uppeldi er orðið eh sem ég hlakka til að vakna við og kljást við á hverjum degi

Respect, respect, respect!


Hæhæ mig langar svo að sýna þér framfarirnar hjá syni mínum. Hann er nýorðinn 6 ára og er með lága vöðvaspennu og á erfitt með fínhreyfingar og samhæfingu. Hann hefur aldrei viljað teikna og hafði aldrei trú á að hann gæti það. Fyrir akkúrat mánuði byrjaði hann í iðjuþjálfun en a sama tíma fór ég að fara eftir því sem þú talaðir um á snappinu um hrós og hvatningu og barnið er bara allt annað. Ég held að RIE hafi hjálpað honum töluvert samhliða iðjuþjálfuninni.

Hér er munurinn á því hvernig hann litar og teiknar, þolinmæðin og sjálfstraustið hefur aukist helling ásamt betri fínhreyfingum:


TAKK elsku Kristín! Þú getur ekki ímyndað þér áhrifin sem þú hefur haft á foreldrahlutverið hérna hjá okkur. Ég er orðin svo margfalt betri  móðir eftir að hafa hlustað á og tileinkað mér þín góðu ráð. Hugsa oft um það hvað börnin þín eru heppin að eiga þig sem móður! Takk! 


Verð að segja þér frá því að mér finnast þessi fræði frábær, ég á 4 börn á aldrinum 9-23 ára og er leikskólakennari, ég hef mest notað jákvæða styrkingu og að segja börnum hvað er ætlast til af þeim í staðin fyrir að segja endalaust hvað á ekki að gera. Vildi að ég hefði kynnst þessu fyrr. Gaman að samt að segja frá því líka að dóttir mín á 6 mánaða son og er jafn heilluð og ég. TAKK!


Ég vil bara þakka þér fyrir að kynna mig fyrir þessari uppeldisstefnu. Ég er farin að tileinka mér mikið af RIE í mínu uppeldi og trúi því ekki hvað þetta virkar vel á dóttur mína svo ég tali ekki um hvað það er augljóst hvað henni líður mkið betur núna. Fékk meiraðsegja besta hrós í heimi frá henni í gær þegar hún sagði mér uppúr þurru “Mamma þú ert alveg hætt að nota ljótu röddina þína, það er miklu betra:) “


Í fyrra horfði ég á vinkonu mína með 3 börn undir 3ggja ára með svo mikla ró í öllum aðstæðum og ég í stress kasti og pirring með minn eina gaur og hún að hjálpa mér með hann að ég sagði við mig að svona vildi ég vera. Ekki þessi þreytta uppgefa mamma að mssa það öskrandi á ugabarn. Hún var búin að tileinka sér RIE í 2 ár. Ég hélt aldrei að ég gæti haldið þessari ró og sleppt pirringnum fyrr en ég fattaði hversu slæm áhrif pirringur hafði á mig og fattði hversu miklu það breytti að svona “let go” af aðstæðum sem ég ræð ekki við og stressa mig að barnið sé að gráta og trufla aðra. “Let go” af þessum endlausu reglum sem skipta engu máli eins og ekki þamba vatnið, ekki kasta litum á gólfið, þú átt að gera þetta ofl. Gjörsamlega bjargaði mér frá því að tékka mig inn á klepp!

Það er frábært að fylgjast með þér, læra inná nýjar aðferðir og það mikilvægasta er að ég fæ meiri trú á mér og því sem ég er að gera. Það getur verið mikil gagnrýni sem kemur frá fólki í kringum mig (þó ekki þeim fáu sem hafa virkilega eytt tíma með stráknum mínum) og minni ég mig reglulega á að þau eru ekki í þessum aðstæðum og átta sig því ekki á þeim (hjarta).
Hlakkar mikið til námskeiðsins í sumar og vonandi hjálpar það manninum mínum að sleppa þessum endalausu litlu reglum og pirring – því þetta er bara OF góður staður til þess að vera á 🙂

Takk fyrir að leyfa okkur að læra af þér.