Welcoming the Waves of Emotions

Welcoming the Waves of Emotions

Regular price $199.00 - Veldu að fá sent heim eða sækja sjálf/ur á lager
/
How do we set effective empathic limits and handle our children's big explosive emotions? This course teaches you how to set respectful boundaries with confidence and calm.
Lærum að styðja tilfinningar barnanna okkar

Í bókinni má finna áhrifarík textabrot þar sem foreldri viðurkennir stórar tilfinningar sögupersónunnar. Einnig eru tekin dæmi um það hvernig við setjum börnum örugg og skýr mörk með yfirvegun, skilning og samkennd á sama tíma.

Hlátur er ekki alltaf hjálplegur

Bókin sýnir margar hliðar á hlátri. Við hlægjum þegar við skemmtum okkur og það er gaman, við hlægjum stundum þegar það á ekki við, við hlægjum líka oft að sjálfum okkur og síðan upplifum við líka oft margar tilfinningar í einu - grátum úr gleði t.d.

Grátur er góður - Hlátur er góður

Raunveruleg þrautseigja fæst með því að geta tekist á við allar tilfinningar tilfinnigarófsins - lífið er ekki alltaf þæginlegt eða auðvelt, það er allskonar. Hvernig sendum við börnin okkar best undirbúin út í lífið?

Heilbrigð tilfinningagreind er sú færni að geta boðið erfiðar tilfinningar velkomnar, með hugarfari forvitninnar í stað hræðslu og kunna að skilja þær, vinna úr þeim og fara í gegnum þær.

Flest okkar ólust upp við þöggun og skammir þegar við upplifðum stórar tilfinningar. Okkur var ekki óhætt að líða illa, vera reið, fúl, ósátt eða sorgmædd. Þess vegna höfum við mörg tilhneigingu til þess að bæla niður tilfinningar á fullorðinsaldri, eigum kannski erfitt með að tjá þær, lesa í þær eða skilja þær. Það er líka þess vegna sem mörg okkar eigum erfitt með að hlusta á eða sitja með stórum tilfinningum annarra - þá sérstaklega barnanna okkar.

Góðu fréttirnar eru þær að við tækifæri til þess að breyta hugarfari okkar gagnvart erfiðum tilfinningum - sem foreldrar getum við ákveðið að brjóta munstrið og velja aðra leið fyrir okkar eigin fjölskyldu og þar getur bókin 'Stundum græt ég, stundum hlæ ég' spilað mikilvægt hlutverk.