Stundum græt ég, Stundum hlæ ég

Stundum græt ég, Stundum hlæ ég

Regular price $24.00 - Veldu að fá sent heim eða sækja sjálf/ur á lager
/

Barnabók sem viðurkennir tilfinningar eftir Kristínu Maríellu - Allra síðustu íslensku eintökin

Mig hefur lengi langað til að skrifa barnabók um tilfinningar. Ég vildi þó ekki aðeins að skrifa barnabók sem fjallaði um tilfinningar heldur bók þar sem tilfinningar eru líka viðurkenndar og virtar. Sjálfa langaði mig svo að geta lesið bók fyrir börnin mín þar sem tengslamyndandi samskiptamynstri og heilbrigðu viðhorfi til tilfinninga væri miðlað til mín og barnanna minna. 

Bókin er skrifuð fyrir börnin okkar allra en ekki síður fyrir foreldra og aðstandendur. „Stundum græt ég / Stundum hlæ ég“ er líka hugsuð sem handbók fyrir foreldra því í sögunni er fjallað um hvernig hægt er að viðurkenna stórar tilfinningar barna og setja skýr mörk með virðingu fyrir tilfinningum, á sama tíma.

Uppsetning bókarinnar er táknræn en þar eru sagðar tvær sögur frá sitthvorri hliðinni og þær mætast síðan í miðri bók. Fjallað er um báða enda tilfinningarófs okkar og andstæðar tilfinningar og tjáning þeirra skoðuð frá ýmsum hliðum.

Hér er ekki gert upp á milli hláturs og gráturs heldur fjallað um hvora tjáningu fyrir sig á hlutlausan hátt. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, þær jákvæðu sem og þær neikvæðu, og tjáning þeirra á alltaf að fá rými, skilning og samkennd. Þetta eru skilaboð sem ég brenn fyrir og þau eru að mínu mati ein allra mikilvægasta hugarfarsbreyting sem við foreldrar og aðstandendur getum tileinkað okkur þegar kemur að því að styðja við þroska á heilbrigðri tilfinningagreind og góðu tilfinningalegu jafnvægi barna.

Njótið bókarinnar!
-Kristín
Lærum að styðja tilfinningar barnanna okkar

Í bókinni má finna áhrifarík textabrot þar sem foreldri viðurkennir stórar tilfinningar sögupersónunnar. Einnig eru tekin dæmi um það hvernig við setjum börnum örugg og skýr mörk með yfirvegun, skilning og samkennd á sama tíma.

Hlátur er ekki alltaf hjálplegur

Bókin sýnir margar hliðar á hlátri. Við hlægjum þegar við skemmtum okkur og það er gaman, við hlægjum stundum þegar það á ekki við, við hlægjum líka oft að sjálfum okkur og síðan upplifum við líka oft margar tilfinningar í einu - grátum úr gleði t.d.

Grátur er góður - Hlátur er góður

Raunveruleg þrautseigja fæst með því að geta tekist á við allar tilfinningar tilfinnigarófsins - lífið er ekki alltaf þæginlegt eða auðvelt, það er allskonar. Hvernig sendum við börnin okkar best undirbúin út í lífið?

Heilbrigð tilfinningagreind er sú færni að geta boðið erfiðar tilfinningar velkomnar, með hugarfari forvitninnar í stað hræðslu og kunna að skilja þær, vinna úr þeim og fara í gegnum þær.

Flest okkar ólust upp við þöggun og skammir þegar við upplifðum stórar tilfinningar. Okkur var ekki óhætt að líða illa, vera reið, fúl, ósátt eða sorgmædd. Þess vegna höfum við mörg tilhneigingu til þess að bæla niður tilfinningar á fullorðinsaldri, eigum kannski erfitt með að tjá þær, lesa í þær eða skilja þær. Það er líka þess vegna sem mörg okkar eigum erfitt með að hlusta á eða sitja með stórum tilfinningum annarra - þá sérstaklega barnanna okkar.

Góðu fréttirnar eru þær að við tækifæri til þess að breyta hugarfari okkar gagnvart erfiðum tilfinningum - sem foreldrar getum við ákveðið að brjóta munstrið og velja aðra leið fyrir okkar eigin fjölskyldu og þar getur bókin 'Stundum græt ég, stundum hlæ ég' spilað mikilvægt hlutverk.